Þegar Fjármálaeftirlitið óskar eftir upplýsingum úr bankakerfinu verður að fylgja ákveðnum formreglum, sem m.a. fela það í sér að tveir starfsmenn FME verða að rita nöfn sín undir beiðnina svo hún sé rekjanleg. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var sú ekki raunin þegar starfsmaður Landsbankans aflaði upplýsinga fyrir Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóra FME. Því hafi starfsmaðurinn, sem tók við beiðninni, mátt gera sér grein fyrir því að eitthvað væri athugavert við hana. Með öðrum orðum vissi starfsmaðurinn allan tímann að beiðnin, upplýsingaöflunin og upplýsingamiðlunin væri óheimil.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.