*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 22. nóvember 2011 16:42

Óverðtryggðu lánin gamalt vín á nýjum belgjum

Gylfi Arnbjörnsson segir þá sem hafi tekið óverðtryggð lán ætíð hafa greitt mun hærri vexti en þeir sem tóku verðtryggðu lánin.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
vb.is

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, undrast að auglýsingar um óverðtryggð lán bankanna upp á síðkastið séu teknar sem nýjung sé að ræða. Hið rétta sé að hér hafi verið í boði óverðtryggð lán í 20 ár. Vextir þeirra hafi hins vegar ætíð verið mun hærri en óverðtryggðra.

Gylfi var gestur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag ásamt Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Hannesi G. Sigurðssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Gylfi sagði óverðtryggð lán ekki raunhæfan kost á meðan óstöðugur gjaldmiðill auki vaxtamuninn á útlánaformunum tveimur, verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Eigi að bjóða upp á óverðtryggð lán fyrir alvöru verði að taka upp stöðugri gjaldmiðil í stað krónunnar.