Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, undrast að auglýsingar um óverðtryggð lán bankanna upp á síðkastið séu teknar sem nýjung sé að ræða. Hið rétta sé að hér hafi verið í boði óverðtryggð lán í 20 ár. Vextir þeirra hafi hins vegar ætíð verið mun hærri en óverðtryggðra.

Gylfi var gestur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag ásamt Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Hannesi G. Sigurðssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Gylfi sagði óverðtryggð lán ekki raunhæfan kost á meðan óstöðugur gjaldmiðill auki vaxtamuninn á útlánaformunum tveimur, verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Eigi að bjóða upp á óverðtryggð lán fyrir alvöru verði að taka upp stöðugri gjaldmiðil í stað krónunnar.