*

laugardagur, 31. október 2020
Innlent 17. ágúst 2018 08:31

Óvissa ríkir um efnahagshorfur

Þróun Leiðandi hagvísis Analytica ber vott um þá óvissu sem ríkir með efnahagshorfur á haustmánuðum en hagvísirinn lækkaði í júlí sjöunda mánuðinn í röð.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Leiðandi hagvísir Analytica (e. Composite Leading Indicator) lækkar í júlí, sjöunda mánuðinn í röð og gildi fyrir júní er endurskoðað niður á við. Þessi þróun ber vott um óvissu sem ríkir með efnahagshorfur á haustmánuðum.

Leiðandi hagvísir Analytica lækkar í júlí og tekur gildið 99,7. Sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar þ.e. í janúar 2019. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni.

Fimm af sex undirliðum lækka frá í júní og eini undirliðurinn sem hækkar er vísitala aflamagns. Langtímaupp­leitni mikilvægra undirþátta er þó enn sterk og áfram eru áhættuþættir í ytra umhverfi sem ógnað gætu hagvexti einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum.

Hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efna­hagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Það er hlutverk vísitölunnar að veita skýra sýn á efnahagshorfur og vara tímanlega við viðsnúningi í efna­hags­umsvifum. Hún er reiknuð á grundvelli sömu aðferða­fræði og annars staðar þar sem sambærilegar vísitölur eru reiknaðar en sérstaklega er tekið mið af verklagi OECD.

Greiningu Analytica í heild sinni má lesa hér.