Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki og fjárfestingarfélagið Thule Investments hafa haft náið samstarf allt síðan síðarnefnda félagið var stofnað utan um fjárfestingar Brúar ehf.

Straumur-Burðarás er stærsti hluthafinn í sjóðum þeim sem Thule rekur og því mun fall bankans hafa nokkur áhrif, að sögn Gísla Hjálmtýssonar, framkvæmdastjóra félagsins.

Gísli sagði þó erfitt að segja nákvæmlega hver þessi áhrif yrðu. Þau augljósustu eru að væntanlega verður eignarhlutur Straums í sjóðunum seldur öðrum en ekki er ljóst hvernig því verður háttað.

Það veltur mikið á rekstri þeim sem verður í nafni Straums-Burðaráss sem fór í greiðslustöðvun um síðustu helgi.