Áætluð útgáfa skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga árið 2009 til fjármögnunar nýrra útlána er 12 til 24 milljarðar króna að því er kemur fram á heimasíðu sjóðsins.

Lánasjóður sveitarfélaga áætlar að ný útlán sjóðsins verði á bilinu 12 til 24 milljarðar króna á árinu 2009, sem er nokkur lækkun frá áætlunum ársins 2008.

Samtals mun því nettóframboð sjóðsins nema 10 til 18 milljörðum króna samkvæmt áætlun í nýrri skýrslu IFS greiningar. Auk þess gerir áætlun IFS greiningar ráð fyrir að sveitarfélögin gefi út á eigin spýtur um 13 til 18 milljarða kr. af skuldabréfum á árinu.

Samkvæmt frétt á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga er áætluð langtíma lánsfjárþörf sveitarfélaga u.þ.b. 23 milljarðar árið 2009. IFS ráðgjöf telur að mikil óvissa ríki varðandi útgáfu á skuldabréfum sveitarfélaga.

Samkvæmt heimildum IFS greiningar hefur útgáfa sveitarfélaga numið rúmlega sex milljörðum það sem af er 1. ársfjórðungi en upphafleg áætlun hljóðaði upp á rúmlega 10 milljarða króna útgáfu.