Söngkonan og Eurovisionfarinn Hera Björk Þórhallsdóttir hefur vent kvæði sínu í kross og snúið sér að verslunarrekstri. Þann 22. júní síðastliðinn opnaði hún ásamt eiginmanni sínum verslunina Púkó & Smart á Laugavegi 83. „Nafnið kemur eiginlega bara frá pabba,“ segir Hera.

„Hann sagði alltaf þegar ég var lítil að hann hefði keypt sér einhver föt í Púkó & Smart. Ég hélt að það væri búð sem var til en svo kom seinna í ljós að þetta var bara herrafataverslun á Skólavörðustíg sem hann kallað Púkó & Smart.“

Þessi búð verður þó engin venjuleg fataverslun heldur einskonar krambúð. „Við seljum gjafavöru, matvöru, fatnað, potta, pönnur, hillur og snaga,“ segir Hera. Í búðinni verður einnig til sölu íslensk hönnun og nytjalist, til dæmis frá fatamerkinu Júníform.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.