© Aðsend mynd (AÐSEND)

Páll Rafnar Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst frá og með 1. janúar 2014. Hann tekur við af Auði H. Ingólfsdóttur. Hún hefur verið í rannsóknarleyfi en Eyja Margrét Brynjarsdóttir hefur leyst hana af og mun gera það til áramóta eða þar til Páll tekur við.

Fram kemur í tilkynningu að Páll lauk doktorsprófi í heimspeki frá Cambridge háskóla, hann hefur meistaragráðu í stjórnmálafræði frá London School of Economics og BA gráðu í heimspeki og grísku frá Háskóla Íslands.

Páll hefur starfað hjá almannatengslafyrirtækinu KOM í Reykjavík og hefur sinnt ritstörfum fyrir hugveitu í Bretlandi. Auk þess að starfa sem sviðsstjóri mun Páll leiða verkefni á vegum Rannsóknarstofnunar atvinnulífsins – Bifröst sem fjallar um tengsl milli pólitísks stöðugleika og erlendra fjárfestinga.