Pálmi Haraldsson athafnamaður er enn að berjast við fréttamanninn Svavar Halldórsson hjá RÚV fyrir dómstólum. Hinn 16. maí nk. verður meiðyrðamál hans gegn Svavari tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið snýr að því að Pálmi telur tvær fréttir sem Svavar flutti á RÚV hafa verið rangar og meiðandi fyrir sig.

Pálmi og Svavar hafa áður tekist á í dómsal vegna deilna um frétt Svavars. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Svavar vegna fréttar sem hann flutti um viðskipti Pálma en þess er beðið að Hæstiréttur dæmi í málinu.