*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 25. maí 2013 18:45

Pálmi lætur börnin ganga fyrir

Breytingar hafa orðið á högum útrásarvíkinganna eftir hrun. Pálmi Haraldsson hefur fært sig úr flugbransanum.

Guðni Rúnar Gíslason

„Það eru engar fréttir hjá mér,“ segir Pálmi Haraldsson athafnamaður spurður um hvaða verkefni hann sé með fyrir höndum eftir að hafa selt Iceland Express fyrir nokkrum mánuðum. „Það eru bara börnin sem ganga fyrir,“ segir hann.

Mikil breyting hefur orðið á högum og verkefnum þekktra manna úr íslenska viðskiptalífinu miðað við árin fyrir hrun. Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um að undanförnu þá hefur Björgólfur Thor Björgólfsson unnið að skuldauppgjöri við kröfuhafa sína undanfarin ár. Hann er langt kominn með uppgjörið og hefur á ný eignast hlut í Actavis eftir að fullnaðargreiðsla barst fyrirsölu fyrirtækisins.

Pálmi hefur sjálfur verið að færa sig úr flugbransanum að undanförnu en Wow air tók yfir rekstur Iceland Express sem hann hafði átt um árabil. Pálmi reyndi að selja Ferðaskrifstofu Íslands skömmu áður en Iceland Express var selt en hafði ekki erindi sem erfiði. Pálmi er skráður til heimilis í Lúxemborg í dag.

Viðskiptablaðið fjallar um það hvað forkólfar íslensku útrásarinnar á árum áður eru að gera þessa dagana. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.