*

þriðjudagur, 4. ágúst 2020
Innlent 27. júní 2019 08:50

Pálmi selur í Emmessís

Félagið 1912 sem er móðurfélag heildsölunnar Nathan & Olsen hefur keypt 56% hlut í Emmessís.

Ritstjórn
Pálmi Jónsson er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Emmessíss.
Haraldur Guðjónsson

Félagið 1912 sem er móðurfélag heildsölunnar Nathan & Olsen hefur keypt 56% hlut í Emmessís. Fréttablaðið greinir frá þessu. Ísgarðar sem er félag í eigu Pálma Jónssonar seldi hlut sinn en hann heldur þó eftir 35% hlut.

Félagið sem um ræðir er í eigu Kristínar Fenger Vermundsdóttur, Ara Fenger og Bjargar Fenger. Félagið hagnaðist um 217 milljónir í fyrra. 

Samkeppniseftirlitið á þó eftir að heimila kaupin að því er greint frá. Nathan & Olsen flytur þó einungis inn Häagen-Dazs ísinn og er því mjög ólíklegt að Samkeppniseftirlitið muni ekki heimila þessi kaup.