Pálmi Haraldsson, einn af stjórnendum eignarhaldsfélagins Fons, segist ekki útliloka frekari kaup í sænska félaginu Ticket Travel, í samtali við Viðskiptablaðið.

Fons jók hlut sinn í félaginu í 15,02% úr 12% í dag og fjármálasérfræðingar í Svíþjóð telja það líklegt að markmið Fons sér að ná yfirráðum í Ticket Travel.

Pálmi vildi ekki tjá sig um það hvort hann ætti í viðræðum við sænska fjármálafyrirtækið Skandia, sem er næst stærsti hluthafinn í Ticket Travel með 9,54%, um að kaupa hlut fyrirtækisins.

?Félagið er munaðarlaust og í mjög dreifðri eignaraðild," segir Pálmi. ?Auðvitað hef ég áhuga á að ná yfirráðum í félaginu, það segir sig sjálft." Rúmlega 70% bréfa í Ticket Travel eru í eigu hluthafa, sem eiga undir 1% hlut í félaginu.

Ticket Travel var rekið með tapi árin 2000-2003, en hagnaður varð af rekstri félagsins árið 2004. Hagnaður eftir skatta í fyrra, fyrstu níu mánuði ársins, nam 11,2 milljónum sænskra króna, eða 89,6 milljónum íslenskra króna. Árið 2004, þegar viðsnúningur varð á rekstri félagsins, fyllti Ticket Travel rúmlega fjögur þúsund Boeing-737 flugvélar.