

Pétur Guðjónsson, yfirmaður alþjóðlegrar sölu og þjónustu hjá Marel, er tekjuhæstur í flokknum „Næstráðendur og fleiri" í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Var hann að jafnaði eð 8,8 milljónir króna á mánuði í fyrra. Pétur var lengi framkvæmdastjóri viðskipta- og sölusviðs en um mitt ár í fyrra tók hann við nýju hlutverki hjá Marel.
Fimm tekjuhæstu einstaklingarnir í flokknum „Næstráðendur og fleiri":
Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.
Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.