Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir í viðtali við Fréttablaðið að Píratar geri ekki kröfu um forsætisráðuneytið. Haft er beint eftir Smára að: „Við erum ekki að leitast eftir forsætisráðherrastólnum.“ Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Aðspurður um samstarf að loknum kosningum þá tekur Smári fram að Píratar hafi verið í samskiptum við VG og Bjartri framtíð, ásamt því að hafa rætt við Samfylkinguna.

Þessir fjórir flokkar hafa starfað saman í borginni á þessu kjörtímabili en Smári telur það fullsnemmt að að segja til um hverjum Píratar verði fundað með. Smári telur að vel hafi gengið í borginni og það eigi eftir að koma í ljós hvort að það sama geti átt við um Alþingi.