Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu stjórnmálaflokkar landsins, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis.

Píratar fengju 29,5% fylgi ef að gengið væri til kosninga nú. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2% fylgi. Því er munur á flokkunum tveimur innan vikmarka.

Næst á eftir þessum tveimur flokkum koma Vinstri græn með 12,7% fylgi. Framsóknarflokkurinn var með 10,7% fylgi samvkæmt könnuninni. Munur þessa tveggja flokkar innan skekkjumarka.

Þá hyggjast 7,5% kjósa Samfylkinguna og 6,7% kjósa Viðreisn, munurinn á þessum tveimur flokkum er einnig innan vikmarka.

Könnunin var framkvæmd með lagskiptu úrtaki þar sem hringt var í 1.164 manns og þar af náðist í 795. Svarthlutfallið var 68,3% og var skoðanakönnunin gerð 6. og 7. september.