Píratar eru eini flokkurinn sem myndað gæti tveggja flokka ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú, miðað við nýjasta Þjóðarpúls Gallup sem birtur var um síðustu mánaðamót. Þannig hefur staðan í raun verið frá því í mars í fyrra, þegar fylgi f lokksins fór á flug ef þannig má að orði komast. Flokkurinn fengi samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsinum 25 þingmenn – sem er rúmlega áttföldun á núverandi þingmannafjölda.

Á meðfylgjandi mynd gefur að líta hvernig þingheimur myndi skiptast ef kosið væri í dag, að því gefnu að niðurstöður úr kosningum endurspegluðu þá afstöðu sem skoðanakannanir hafa leitt í ljós. Rétt er samt að gera þann fyrirvara að stjórnmálafræðingar eru ekki á einu máli um það.

Þeir sem hafa tjáð sig opinberlega um það gera þó f lestir ráð fyrir að Píratar uppskeri minna í kosningum en könnunum. Sumir benda á að Píratar sæki mikið fylgi til ungs fólks, en reynslan sé sú að það sé latara á kjörstað, þegar til á að taka. Aðrir telja að Píratar séu að fá mikið mótmælafylgi í könnunum, þ.e.a.s. í mótmælaskyni við gömlu f lokkana, en að hluti þeirrar hjarðar muni rata heim á gamla básinn sinn þegar í kjörklefann er komið.

Loks er til þess að horfa að enn er talsvert í að það glitti í kosningastefnu flokkanna, en ekki síður mun það þó skipta máli – sérstaklega fyrir Pírata – hvaða fólk mun skipa framboðslista þeirra og hvernig það stendur sig í kosningabaráttunni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .