Blaðafulltrúi portúgölsku stjórnarinnar neitar að landið að vera undir þrýstingi frá Þjóðverjum og Frökkum að þiggja neyðaraðstoð frá ESB. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Á föstudag greindi Der Spigel frá því að Portúgalir væru undir þrýstingi frá þýskum og frönskum stjórnvöldum að þiggja aðstoð úr neyðarsjóði ESB eins fljótt og hægt væri til að koma í veg fyrir að skuldakrísan breiddist út.

Blaðafulltrúinn segir þessa frétt ranga. Blaðafulltrúi þýska fjármálaráðuneytisins sagði að Þýskaland beiti ekkert land þrýstingi að taka við neyðaraðstoð.