Póst- og fjarskiptastofnun hefur óskað eftir afstöðu Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. hvort félagið telji sig á einhvern hátt undanþegið ákvæðum ársreikningalaga og þá á hvaða forsendum. Í lögunum eru ákvæði um skyldu félaga, þ.á m. einkahlutafélaga að leggja fram ársreikninga sína hjá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra til opinberrar birtingar, ekki síðar en einum mánuði eftir samþykkt hans og ekki síðar en átta mánuðum eftir lokun reikningsárs.

Þá óskar Póst- og fjarskiptastofnun einnig eftir upplýsingum um hvort ársreikningur Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. vegna rekstrarársins 2007 liggi nú þegar fyrir en ef svo sé ekki hvenær búast megi við að svo verði. Í þriðja lagi fer stofnunin fram á að fá upplýsingar um hvort Gagnaveita Reykjavíkur eða eigandi hennar haf í hyggju að skrá félagið formlega í hlutafélagaskrá sem opinbert hlutafélag og ef svo sé hvenær búast megi við að sú breyting fari formlega fram.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .