Íslandspóstur hefur farið af stað með nýja þjónustu, Vöruhýsing Póstsins - Geymum, Pökkum og Sendum. Með því að nýta sér vöruhýsingu Póstsins geta fyrirtæki eins og netverslanir, heildverslanir, smáverslanir og önnur fyrirtæki sem halda litla lagera einbeitt sér að því að selja á meðan Pósturinn sér um að geyma, pakka og senda.

"Viðskiptavinir úthýsa lagerhaldi og dreifingu og geta þannig lækkað rekstrarkostnað.  Þessi þjónusta er sérlega hentug fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem nýta sér t.d. tengslamarkaðssetningu, fyrir netverslanir, heildverslanir og alla söluaðila sem vilja einbeita sér að sölunni og láta aðra um hýsingu og dreifingu. Þjónustuvefur Póstsins, Gáttin, auðveldar svo fyrirtækjunum alla yfirsýn og gerir utanumhaldið einfalt. Auðvelt er að stofna nýja vöru, skrá pöntun, athuga lagerstöðu, kostnað og rekja sendingu svo eitthvað sé upptalið," segir í tilkynningu Póstsins.