Enn er skoðuð tölfræði Hagstofunnar um tekjur íslenskra fjölmiðla, sem hafa breyst verulega á undanförnum árum, en hér er horft til notendatekna þeirra.

Sem sjá má hafa prentmiðlar látið mjög undan síga, en þar ræðir fyrst og fremst um áskriftartekjur Morgunblaðsins, en önnur blöð hafa helst úr lestinni og svo sér þarna auðvitað ekki stað Fréttablaðsins sem er fríblað að mestu leyti.

Frjálsum ljósvakamiðlum hefur fjölgað og þeir vaxið, en Ríkisútvarpið nokkuð staðið í stað. Aðrir miðlar hafa hins vegar mjög sigið niður og þó ekki úr ýkja háum söðli að detta.