Primera Air, sem er í eigu Primera Travel Group, hefur nú fengið afhenta áttundu vél sína, en um er að ræða Boeing 737- 800 vél með 189 sætum. Í tilkynningu segir að vélin hafi nú þegar verið fullnýtt í verkefni frá Frakklandi næsta sumar, en næsta vetur mun Primera Air staðsetja vélina á Íslandi.

Henni verður fyrst og fremst flogið fyrir Heimsferðir, sem og aðrar íslenskar ferðaskrifstofur. Primera Air mun á næsta ári staðsetja 2-3 vélar á Íslandi til að styðja við aukinn farþegaflutning til og frá landinu og sinna aukinni eftirspurn þaðan, en fram til þessa hefur félagið ekki haft vélar lausar til að sinna þeim verkefnum. Andri Már Ingólfsson er eigandi Primera.