Primera Travel Group samstæðan skilaði rekstrarhagnaði upp á 2,7 milljarða á árinu 2011 eða 1,8 milljörðum eftir skatta. Primera samstæðan er jafnframt stærsti viðskiptavinur Primera Air og er einnig í eigu Andra Más Ingólfssonar. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá þá skilaði flugfélagið rúmlega 60 milljóna króna hagnaði á árinu 2011 sem var nokkuð undir væntingum stjórnar félagsins.

Samstæðan velti um 385 milljónum evra sem er yfir 61 milljarður króna á síðasta ári. Stærsti hluti tekna félagsins er í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi en samstæðan er einnig með rekstur í Noregi og á Íslandi. Hér á landi rekur félagið meðal annars ferðaskrifstofuna Heimsferðir. Hjá samstæðunni starfa að meðaltali 472 og þar af 195 hjá Primera Air
miðað við ársreikninga fyrirtækisins.