Elísabet prinsessa, frænka Margrétar Danadrottningar, hefur sett hús sitt í Holte í útjaðri Kaupmannahafnar á sölu. Þar er um að ræða sannkallaða höll, þótt ef til vill sé hún ekki jafn glæsileg og Amalienborg sem er híbýli sjálfrar drottningarinnar.

Hús Elísabetar er 288 fermetrar og er allt hið glæsilegasta. Elísabet hefur búið þar í 30 ár en vill nú breyta um umhverfi, að því er fram kemur á vef Jyllands Posten. Ásett verð á húsinu er 13,9 milljónir danskra króna. Það er um 280 milljónir íslenskra króna.

Elísabet greiddi aftur á móti tæpa 1,9 milljónir danskra króna þegar hún keypti húsið árið 1980.

Hér má sjá húsið sem er til sölu.