Línur eru teknar að skýrast fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember, það er að segja í herbúðum repúblikana.

Flestir sérfræðingar gera ráð fyrir því, þegar prófkjörin sem fara fara fram í dag eru afstaðin, þá muni öldungadeildarþingmaðurinn John McCain standa upp í með pálmann í höndunum, og muni reynast auðvelt að tryggja sér tilhlýðilegan fjölda kjörmanna á flokksráðstefnu repúblikana, og hreppa þar með útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar.

Óvissan er meiri meðal demókrata, og hugsanlega munu tíðindi dagsins, einungis felast í staðfestingu á, að baráttan á milli Barack Obama og Hillary Clinton um að fá útnefningu flokksins, sé æsispennandi og muni standa fram til vors.

Í Viðskiptablaðinu í dag er nánari úttekt um bandarísku forkosningarnar. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .