Star AcquisitionCo AS, dótturfélag Promens, hefur ákveðið að framlengja tilboðsfrestinn fyrir valfrjálsa tilboðið í hluti Polimoon ASA. Framlengdi tilboðsfresturinn rennur út föstudaginn 15. desember 2006, segir í tilkynningu til Kaupphallarinnar.

Vísað er til tilboðs Star AcquisitionCo As, dótturfélags Promens, í allt hlutafé í Polimoon ASA, félags skráð í Kauphöllina í Osló, á skilmálum og háð skilyrðum lýst í tilboðsyfirliti dags. 14. nóvember 2006.

Að því er varðar skilyrðið sem er lýst í ákvæði 3.6. b) í tilboðsyfirlitinu, gerir Star AcquisitionCo ráð fyrir að fá þau samþykki og heimildir fyrir lok desember. Eins og lýst er í tilboðsyfirlitinu myndi uppgjör og greiðsla eiga sér stað innan sjö viðskiptadaga frá þeim degi.

Klukkan 14:50 í dag höfðu 81,4% hlutafjár í Polimoon tekið tilboðinu.