Púertó Ríkó lenti í greiðslufalli í gær þar sem landið greidd einungis 628 þúsund dollara af 58 milljón dollara skuld sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem eyjan lendir í greiðslufalli. Bandaríkin hefur engin áform um að bjarga eyjunni. Þessu greinir CNN Money frá.

Púertó Ríkó skuldar nú lánadrottnum um 70 milljarða dollara. Ríkisstjóri þess Alejandro Garcia Padilla hefur sagt að ríkisstjórnin geti ekki borgað allar skuldir sínar og að hagkerfið sé í dauða spírali. Verið er að vinna að aðgerðaráætlun til kynningar í lok sumars.

Ríkisstjórnin hefur eytt umfram efni í mörg ár á meðan hagkerfi eyjunnar minnkaði. Púertó Ríkó skuldar jafn mikið og New York fylki sem er með 20 milljónir íbúa en er einungis með 3,5 milljónir íbúa.

Púertó Ríkó skuldar 483 milljóna afborgun á mánudaginn. Talið er að afborgunin verði greidd utan 58 milljónum dollara.

Efnahagslífið er í molum í Púertó Ríkó, atvinnuleysi er 12% og fólksflótti er að aukast. Þúsundir eru að yfirgefa eyjuna fyrir Bandaríkin í leit að betri atvinnu.