Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans kaupa í 70% tilvika þjónustu sem tengist bankanum. Stundum á bankinn hlut í fyrirtækinu, stærsti lánardrottinn þess eða viðskiptabanki. Þetta kemur fram í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um fjármálamarkaðinn sem kemur út í dag.

Samkeppniseftirlitið rannsakaði 90 ráðgjafarverkefni og komst að því að tiltölulega fá þeirra hafi verið boðin út. Þá virtust verðkannanir og ferli við val á ráðgjöfum hafa verið ófullburða.

„Þessi staða hefur leitt til mikillar tortryggni, sem endurspeglast í mörgum kvörtunum og ábendingum til Samkeppniseftirlitsins,“  segir í skýrslunni.