Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræsti Búðarhálsvirkjun í dag með talstöð. Honum til halds og trausts voru Guðlaugur Þórarinsson, verkefnisstjóri og Dagur Georgsson, staðarverkfræðingur.

Búðarhálsstöð er nýjasta aflstöð Íslendinga, og verður gangsett 7. mars 2014. Hún er sjöunda stærsta aflstöð Landsvirkjunar. Uppsett afl hennar er 95 MW og hún framleiðir um 585 GWst af rafmagni á ári inná orkukerfi landsmanna.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að með Búðarhálsstöð sé virkjað áður ónýtt 40 metra fall vatns frá Hrauneyjafossi að Sultartangalóni. Með henni er nánast allt fall vatnsins sem rennur úr Hofsjökli og Vatnajökli um Þjórsá, Tungnaá og Köldukvísl virkjað frá Þórisvatni niður fyrir Búrfell.