Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segir að ráð­herra­skipt innan ríkis­stjórnarinnar verði á allra næstu dögum. „Sú dag­setning er að renna upp,“ segir Bjarni í sam­tali við mbl.is

Jón Gunnars­son var settur dóms­mála­ráð­herra þegar ný ríkis­stjórn tók við undir loka árs 2021. Hann átti að vera ráð­herra í 18 mánuði og svo myndi Guð­rún Haf­steins­dóttir þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins í Suður­kjör­dæmi að taka við.

„Það tek­ur 18 mánuði að láta 18 mánuði líða. Hvers vegna eru 18 mánuðir svona lengi að líða? Ég veit það ekki, það er nú bara eins og það er,“ sagði Bjarni við mbl.is eftir ríkis­stjórnar­fund í morgun.