Sigurður M. Sólonson hefur verið ráðinn í gjaldeyrismiðlun hjá MP banka. Það er því enn nokkuð að gera hjá starfsmannahaldinu. Sigurður, sem er sonur gamla Búnaðarbankabankastjórans Sólons Sigurðssonar, var í gjaldeyrismiðlun hjá gamla Landsbankanum fram að hruni. Í febrúar á þessu ári útskrifaðist hann með BS próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Lokaverkefnið tók til peningastefnunnar og gjaldeyrismarkaða.