Sala raf- og tengiltvinnbíla nær þrefaldaðist á Evrópusambandssvæðinu á síðasta ári. Seldust alls ríflega ein milljón slíkra bifreiða eða sem nemur ríflega 10% af heildarfjölda seldra bifreiða á svæðinu. Reuters greinir frá.

Þykir þessi mikla söluaukning gefa til kynna að rafknúnar bifreiðar séu að sækja í sig veðrið og almenn notkun þeirra hafi aukist til muna.

Á sama tíma dróst heildarsala bifreiða á ESB-svæðinu verulega saman, eða um 24%, og seldust alls 9,9 milljónir bifreiða á svæðinu. Samdrátturinn er að mestu talinn vera tilkominn vegna COVID-19 faraldursins.