*

laugardagur, 20. júlí 2019
Erlent 21. nóvember 2016 17:07

Rafhlöður iPhone 6s gallaðar

Rafhlöður lítils upplags iPhone 6s síma eru gallaðar. Símarnir slökkva óvænt á sér þrátt fyrir að vera með næga hleðslu.

Ritstjórn
epa

Lítið upplag af iPhone 6s símunum voru seldir með gölluðum rafhlöðum. Símarnir slökkva á því óvænt á sér þrátt fyrir að hafa fulla hleðslu. Þeir voru allir framleiddir milli september og október 2015. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Apple.

Einnig kemur fram að gallinn í símunum sé ekki öryggismál, en eins og flestum er kunnugt, þá lenti helsti keppinautur Apple, Samsung, í vandræðum með síma sem sprungu. Apple kemur til með að skipta rafhlöðum biluðu símanna út - eftir tilvikum. Til að mynda þarf að laga brotna skjái - ef þeir voru brotnir fyrir, áður en rafhlöðunni er skipt út.

Stikkorð: iPhone Símar rafhlaða 6s gallaðir