Orka í heiminum verður sífellt verðmætari. Orkuverð í Evrópu er í sumum tilfellum margfalt hærra en á Íslandi og orkusala þangað gæti því verið mjög arðvænleg.

Ný tækni í hönnun jafnstraumsrafmagnskapla (HVDC Submarine power cables) stóreykur möguleika á að flytja raforku frá Íslandi til annarra landa á hagkvæman hátt. Það gæti kallað á endurskoðun á þeirri stefnu sem uppi hefur verið um orkusölu hér á landi til stóriðju, líkt og gerst hefur í Noregi. Lagning á streng til Bretlands og jafnvel alla leið til Þýskalands er því ekki með öllu óraunhæfur möguleiki.

Þetta kemur m.a. fram í úttekt um orkusölu um sæstrengi í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðins.