Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir salernisvandamál erlendra ferðamanna ekki koma á óvart og náttúrupassinn hafi átt að vera heildstæð lausn mála í ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

„Vegna þess að það eru svo margir sem bera ábyrgð í þessum málum að það er ekki hægt að leysa þetta nema með samstarfi,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir það hins vegar vekja athygli sína að þær komi frá stöðum þar sem salernismálin séu í lagi.

„Þetta er þá bara eitthvert hegðunarvandamál sem ég bara veit ekki hvernig á að leysa og það eru ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að taka á þessu máli með sínum gestum. Þetta er bara meira eins og uppeldismál,“ segir hún.