Ráðstafanir Seðlabankans í gjaldeyrismálum fyrir helgi hafa vakið vonir um að hjól iðnaðarins taki við sér. Fjármálaráðherra segir þó lækkun verðbólgu og vaxta skilyrði fyrir sértækum aðgerðum.

„Það er ljós í myrkrinu,“ sagði Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, á morgunverðarfundi sem haldinn var í gærmorgun um ástand og horfur í bygginga- og mannvirkjagreinum. Stóra skrefið hafi verið stigið á föstudaginn var með aðgerðum Seðlabanka og ríkisstjórnar. „Við þurfum að hjálpast að við að komast út úr þeim vanda sem við blasir.“

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra tók undir orð Helga um að rjúfa þyrfti þann vítahring stöðnunar sem við blasti. Hann sagði þó takmörk fyrir því hversu langt ríkissjóður gæti gengið í lántökum.

Frekari aðgerðir en boðaðar hefðu verið byggðust á því að stýrivextir og verðbólga lækkuðu.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .