*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 23. júní 2019 14:05

Rammi á 20 milljarða

Sjávarútvegsfyrirtækið Rammi hf. jók hagnað sinn um ríflega 40% á síðasta ári og nam hann tæplega 1,2 milljarði.

Ritstjórn
Ein helsta starfstöð Ramma hf. er á Siglufirði.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Rammi hf. á Siglufirði og Þorlákshöfn jókst um 41% á síðasta ári, fór úr 6,4 milljónir evra í 9,2 milljónir evra, eða sem samsvarar tæplega 1,2 milljörðum íslenskra króna.

Eigið fé félagsins jókst um 12% á árinu, fór úr 66,2 milljónum evra en það nam í árslok 74,1 milljón evra eða sem samsvarar 10,5 milljörðum króna. Á sama tíma lækkuðu skuldirnar, fóru úr 72,7 milljónum evra í 66,1 milljón evra, en þrátt fyrir það jukust heildareignirnar eilítið og námu 140,2 milljónum evra, eða 19,9 milljörðum íslenskra króna um síðustu áramót.

Ólafur Helgi Marteinsson er framkvæmdastjóri félagsins, en stærstu hluthafinn Marteinn Haraldsson ehf. en aðrir stórir hluthafar eru Gunnar Sigvaldason og Svavar Berg Magnússon.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is