Dýrasta vörumerkið meðal skyndibitakeðja er McDonalds en talið er að það þurfi að lágmarki 300 þúsund Bandaríkjadali í eignir til að vera þess verðugur að mega opna stað í nafni McDonalds.

Dunkin Donuts er annað dýrasta vörumerkið og fylgir því sú kvöð að þegar stöðum er fjölgað þarf að bæta við eigi færri en fimm stöðum í einu.

Taco Bell kemur svo í þriðja sæti og þar er gert ráð fyrir því að hver sem opni stað komi til með að opna þrjá slíka á þremur árum.

Fjórða dýrasta vörumerkið er svo Subway.

Þessar upplýsingar eru á franchises.about.com.