*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 8. febrúar 2018 10:29

Rannsaka gjaldtöku af bílastæðum

Samkeppniseftirlitið skoðar hvort fyrirhuguð gjaldtaka af bílastæðum standist samkeppnislög.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á hárri gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli en það er gert á grundvelli kæru Gray Line til eftirlitsins að því er kemur fram í tilkynningu.

Í bréfinu til Isavia segir Samkeppniseftirlitið ljóst af frummati sínu að fyrirhuguð gjaldataka Isavia á hópferðafyrirtæki muni að óbreyttu leiða til mikillar verðhækkunar á farþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. Þegar af þeirri ástæðu og vegna forsögu málsins hafi Samkeppniseftirlitið ákveðið að taka kæru Gray Line til meðferðar og hefja rannsókn.

Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að háttsemi Isavia komi til skoðunar samkvæmt 11. grein samkeppnislaga, sem felur í sér bann við markaðsráðandi stöðu, svo og eftir atvikum 54. grein EES-samningsins.

Samkeppniseftirlitið gefur Isavia frest til 16. febrúar til að skýra sjónarmið sín og skila upplýsingum um gjaldtökuáformin. Samkeppniseftirlitið óskar eftir öllum upplýsingum og gögnum sem Isavia býr yfir sem varða undirbúning og ákvarðanir um útboð á aðstöðu upp við flugstöðina, gjaldtöku á stæðum fyrir hópbifreiðar og vegna ákvörðunar um að undanskilja Strætó bs. frá gjaldtöku.

Samkeppniseftirlitið gefur Isavia stuttan svarfrest með hliðsjón af því að gjaldtakan á að hefjast 1. mars og að Gray Line fór fram á bráðabirgðaákvörðun um að stöðva hana.

Forsaga málsins er sú að þann 1. desember síðastliðinn tilkynnti Isavia að gjaldataka myndi hefjast þann 1. mars næstkomandi af hópferðabílum sem sækja farþega á svokölluðum fjarstæðum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gjaldið á að vera 7.900 kr. fyrir minni bíla og 19.900 kr. fyrir stærri bíla. Gray Line kærði þessi áform til Samkeppniseftirlitsins á þeim forsendum að  fyrirhuguð gjaldtaka væri margfalt hærri en eðlilegt gæti talist og stríddi alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Benti Gray Line á að við margrar alþjóðlegar flugstöðvar í nágrannalöndunum væri ýmist ekkert gjald tekið af þessum hagkvæma og umhverfisvæna ferðamáta, eða miklu lægra en Isavia áformaði.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is