Rann­sókn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í fjár­kúg­un­ar­máli Hlínar Einarsdóttur og Malín Brand fer til meðferðar hjá ríkissaksóknara í lok vikunnar.

Hlín og Malín voru hand­tekn­ar í lok maí vegna gruns um að hafa sent bréf í pósti til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar for­sæt­is­ráðherra og krafið hann um verulega peningafjárhæð.

Lögreglan handtók systurnar Í Hafnarfirði, þar sem átti að afhenda peningana.

Tvö mál

Annað mál er einnig til rannsóknar hjá lögreglunni sem varðar systurnar. Ungur karlmaður kærði systurnar fyrir að hafa kúgað sig til að greiða 700 þúsund krónur.

Þær sökuðu manninn um að hafa nauðgað Hlín. Eftir að lögreglu barst kæra frá manninum um fjárkúgun  kærði Hlín hann fyrir nauðgun.