Greiningardeild KB banka stendur fyrir ráðstefnu á morgun um horfur á fasteignamarkaði. Verður ráðstefnan haldin á Grand Hótel á morgun, þriðjudaginn 18. október, kl. 13:00 - 16:00. Á ráðstefnunni verður nýtt sérefni kynnt: ?Er toppnum náð??

Á ráðstefnunni mun Greiningardeild kynna nýtt sérefni um horfur á fasteignamarkaði, þar sem mat er lagt á verð og verðþróun fasteigna á höfðuborgarsvæðinu. Meðal spurninga sem velt er upp í því sambandi eru:

Er eftirspurn að dragast saman á fasteignamarkaði?
Er líklegt að fasteignaverð lækki á næstu 12 mánuðum?
Hvernig hefur verð á landi þróast á síðustu árum?
Er offramboð mögulegt á lóðum og nýbyggingum?
Hvaða áhrif getur hækkun vaxta og aukið framboð nýbygginga haft á markaðinn?

Fyrirlesarar verða Ásgeir Jónsson lektor við Háskóla Íslands og hagfræðingur hjá Greiningardeild KB banka, Dr. Jens Lunde, prófessor við Copenhagen Business School, Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt, Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu og Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins.

Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka setur ráðstefnuna.