Raungengi íslensku krónunnar á mælikvarða hlutfallslegs verðlags hefur ekki verið jafnhátt síðan í ágúst 2008. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins .

Raungengi er annað en skráð nafngengi, en ef raungengið styrkist er verðlag, kaupmáttur og launakostnaður að hækka hraðar innanlands en erlendis mælt í sömu mynt.

Fram kemur í Morgunblaðinu að þannig hafi vísitala raungengis á þann mælikvarða staðið í 84,2 stigum í desember, sem er 3,8% hækkun á einu ári, en var til samanburðar 87,7 stig í ágúst 2008. Lægsta gildi hennar frá efnahagshruni var 64 stig í nóvember 2008.