Í nýlegri skýrslu Ernst & Young og Centre for European Economic Research um meðaltalsraunskattbyrði í hinum nýju aðildarríkjum ESB vekur sérstaka athygli að það er Litháen sem kemur best út. Litháen er með lægstu skattprósentu þessara ríkja og jafnframt fæstu sérreglurnar. Skiptir þá ekki máli hvort miðað er við skattareglur fyrir árið 2003, forsendur miðað við boðaðar lækkanir á skattprósentu einstakra ríkja eða miðað við að fjárfestir sé erlent fyrirtæki (þýskt).

Í skýrsluna, sem er frá því í júní 2004, er vitnað í greinargerð Verslunarráðs fyrir komandi Viðskiptaþing. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að skatthlutfallið sjálft sé mest afgerandi þátturinn þegar meta á meðaltalsraunskttbyrði í löndunum. "En hvað varðar fjárfestingar milli landa er þó ljóst að miklu máli skiptir fyrir erlenda fjárfesta að reikna út aukaskattbyrðivegna afdráttarskatts á arðgreiðslum sem sum þessara landa leggja á, enda geti slík skattlagning haft afgerandi áhrif á raunverulega skattbyrði erlendra fjárfesta í ríkjunum," segir í greinargerð Verslunarráðs.