Royal Bank of Scotland hefur greitt 1,2 milljarða punda, eða sem nemur 216 milljörðum króna, til breskra yfirvalda í tengslum við uppgjör vegna yfirtöku ríkisins á bankanum árið 2009. Bankinn fékk þá 45 milljarða punda úr ríkissjóði í skiptum fyrir 73% eignarhlut í bankanum, en ríkið heldur ennþá á þeim eignarhluta.

Greiðslan kemur til vegna samnings sem átti að tryggja að ríkissjóður myndi fá greitt út úr bankanum fyrr en aðrir kröfuhafar eða aðrir eigendur myndu fá arð. Bankinn á ennþá langt í leið með að geta greitt arð en nýlega var tilkynnt að bankinn skilaði tapi á síðasta ársfjórðungi, en það var áttundi ársfjórðungurinn í röð sem hann skilar tapi.

Ross McEwan, bankastjóri RBS, sagði að þetta væri mikilvægur áfangi fyrir bankann og hann vonaði að hann gæti farið að skila eigendum bankans hagnaði sem fyrst.

Bankinn á ennþá langt í land með að geta greitt arð til eigenda. Meðal þess sem stendur í vegi bankans er mögulegar sektargreiðslur í Bandaríkjunum vegna uppgjörs þar í landi í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Bankinn er sakaður um ólöglegt athæfi í tengslum við sölu á undirmálslánum.