Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag og segir Reuters fréttastofan að Royal Bank of Scotland hafi leitt lækkunina ásamt öðrum bönkum en bankinn lækkaði um 4,6% eftir að tilkynnt í morgun um afskriftir upp á tæpa 6 milljarða punda .

FTSEurofirst vísitalan lækkaði um 0,6% í dag og í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,3%.

Þá lækkaði AEX vísitalan í Amsterdam um 1%,DAX vísitalan í Frankfurt um 0,9% og CAC 40 vísitalan í París um 0,8%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,25% en í Osló hækkaði OBX vísitalan um 2,5% og hefur nú hækkað um tæp 5% á einni viku.