Annar stærsti banki Bretlands, Royal Bank of Scotland (RBS) segir að ársuppgjör bankans verði yfir væntingum greiningaraðila, þökk sé auknum vexti, aukinnar framleiðni og aukins aðhalds, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar spá að meðaltali að hagnaður RBS fyrir skatta verði 9,16 milljarðar punda, eða 1,24 billjónir króna.

Í fyrra nam hagnaður bankans 7,9 milljörðum punda fyrir skatta, eða 1,07 billjónum króna.