Hið íslenska reðasafn, sem staðsett er í miðbæ Reykjavíkur, hagnaðist um 5,7 milljónir árið 2014. Hagnaður jókst þá um 4,3 milljónir króna milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Reðasafnið er að fullu í eigu Hjartar Gísla Sigurðssonar, sem er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins.

Eignir félagsins námu samtals tíu milljónum króna í árslok 2014. Þar af var eigið fé þess 8,2 milljónir króna og skuldir 1,77 miljón króna. Það gefur eiginfjárhlutfall upp á 82%.

Veltufé af rekstri félagsins var þá 5,7 milljónir króna á árinu 2014. Handbært fé í lok ársins jókst um 7 milljónir milli rekstrarára og endaði í 9,6 milljónum króna. Í tekjuskatt árið 2014 greiddi félagið 1,4 milljón króna.