Ákveðið var á aðalfundi fasteignafélagsins Regins í gær að greiða hluthöfum ekki arð vegna afkomunnar í fyrra. Félagið hagnaðist um 2,6 milljarða króna sem var nærri um tvöföldun á milli ára. Hagnaður á hlut nam 1,57 krónum á hlut samanborið við 73 aura hagnað á hlut árið 2011.

Fram kom í uppgjöri félagsins að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir hafi numið 1.980 milljónum króna í fyrra samanborið við 1.500 milljónir árið 2011. Rekstrarhagnaður nam 5.144 milljónum króna og var það 58% aukning á milli ára. Á sama tíma fóru fjármagnsgjöld úr 1.655 milljónum króna í 1.833 milljónir.