Í dag ákvað Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að vísa tveimur málum gegn Íslandi til EFTA dómstólsins, en málin snúa að löggjöf sem dregur úr aðgengi einstaklinga að efnum til sprengjugerðar og um tækjabúnað sem dreifir skordýraeitri.

Íslandi sett tímamörk

ESA vísar málum til dómstólsins ef íslenska ríkið hefur ekki innleitt löggjöf evrópska efnahagssvæðisins inn í íslenska löggjöf innan tilskylinna tímamarka.

Er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA ríki, en áður hefur ríkinu verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri eða hlýta tímamörkunum.

Aðgengi einstaklinga takmarkað vegna hryðjuverkarógnar

Önnur reglugerðin er ætlað að bregðast við hugsanlegri hryðjuverkaógn og fjallar hún um markaðssetningu og notkun forefna sprengiefna sem hægt er að misnota til ólöglegrar framleiðslu sprengiefna. Tilgangurinn er eins og áður segir að draga úr aðgengi einstaklinga að svokölluðum forefnum sprengiefna eins og segir í fréttatilkynningu stofnunarinnar.

Samkvæmt reglugerðinni þurfa seljendur að tilkynna um grunsamleg viðskipti með tiltekin forefni sem og önnur eftirlitsskyld efni og á hún að auka öryggi varðandi aðgengi að efnunum og tækni sem hryðjuverkamenn gætu misnotað. Bar EFTA ríkjunum að innleiða reglugerðina fyrir 1. ágúst.

Hin reglugerðin er endurskoðun á tilskipun um vélar sem notaðar eru til að dreifa skordýraeitri, en EFTA ríkjunum bar að innleiða tilskipunina fyrir 1. júní 2015.