Reimar Pétursson hrl., sem sat fund í Seðlabankanum með Heiðari Má Guðjónssyni 22. október sl., gagnrýndi Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum þegar hann tjáði sig um rannsókn bankans á meintum aflandskrónuviðskiptum Ursusar ehf., félags Heiðars Más. Már sagðist ekkert gefa fyrir álit Reimars á fundinum. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, tók einu sinni til máls á fundinum og spurði þá hvort Ursus hefði með einhverjum hætti komið nærri aflandskrónuviðskiptum. Heiðar Már, og lögmenn hans, neituðu því alfarið. Deilunum lauk með því að fjárfestahópur undir forystu Heiðars Más féll frá því að kaupa Sjóvá.

Sjá ítarlega umfjöllun í Viðskiptablaðinu í dag um söluferlið á Sjóvá og hvers vegna það fór út um þúfur.