Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,19 prósent í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á mörkuðum nam 4,3 milljörðum. Velta dagsins á hlutabréfamarkaði nam 1,3 milljörðum, en velta dagsins á skuldabréfamarkaði nam tæpum 3 milljörðum.

Gengi bréfa Reita fasteignafélags hækkaði um um 1,42 prósent í 194 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa Skeljungs hækkaði einnig um 0,76 prósent í 61,2 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa VÍS hækkaði um 0,66 prósent í 68,6 milljón króna viðskiptum.

Gengi bréfa N1 lækkaði mest, eða um 1,89 prósent í 74,4 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Eimskipafélags Íslands um 1,37 prósent í 41,6 milljón króna viðskiptum. Mest velta var með hlutabréf Reita, en þau lækkuðu um 0,55 prósent í 289,1 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 4,3 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í dag í 1,3 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 2,8 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,4 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 2,2 milljarða viðskiptum.