Búseti hsf. hlýtur einkunnina i.AA3 með stöðugum horfum frá íslenska lánshæfismatinu Reitun ehf. Þetta er í fyrsta sinn sem að Reitun gefur út lánshæfismat á húsnæðissamvinnufélagsins Búseta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reitun.

„Einkunnargjöf Reitunar miðar við innlendar einkunnir í stað alþjólegra einkunna og er því i. bætt fyrir framan bókstafina.  Ríkissjóður fær viðmiðunareinkunnina i.AAA sem er besta mögulega einkunn sem Reitun gefur.  Aðrir útgefendur eru metnir út frá þeirri einkunn.  Reitun flokkar einkunnir frá i.AAA til i.BBB3 sem fjárfestingahæfar eignir“ segir í tilkynningunni.

Í niðurstöðu Reitunar á lánshæfi Búseta segir meðal annars.:   "Mat Reitunar á lánshæfi Búseta er i.AA3 með stöðugum horfum. Lánshæfismat fyrir Búseta er nú birt í fyrsta skipti. Traust fjárhagsstaða og gott veðrými ásamt öflugri lagaumgjörð er grundvöllur einkunnar. Markaðsstaða, gæði eigna og reynsla stjórnenda eru jákvæðir áhrifaþættir. Óvissa tengd nýbyggingum er neikvæður áhrifaþáttur."